Fyrsti fundur Notendaráðs Listvinnzlunnar árið 2026

Þann 14.janúar var fyrsti fundur Notendaráðs Listvinnzlunnar.

Í ráðinu eru:

Elín S.M. Ólafsdóttir

Þórir Gunnarsson

Gígja Garðarsdóttir

Atli Már Indriðason

Formaður ráðsins er Elín S.M. Ólafsdóttir

Margrét M. Norðdahl er ritari hópsins.

Nánar um Notendaráð Listvinnzlunnar
Annáll Listvinnzlunnar 2025

Tímamótaár fyrir Listvinnzluna

Starfsemin styrktist, sýnileiki jókst og hlutverk hennar sem faglegs og aðgengilegs vettvangs fyrir fatlað listafólk festist í sessi.

Styrkur frá Reykjavíkurborg gerði flutning í nýtt húsnæði í Austurstræti 5 mögulegan, þar sem miðstöðin er huti af lifandi menningarumhverfi.

Víðtækur stuðningur og viðurkenning frá m.a. Öryrkjabandalagi Íslands, Bandalagi íslenskra listamanna, Þroskahjálp, Átaki, Fjölmennt og List án landamæra.

Námskeið og störf í samstarfi við Fjölmennt og Vinnumálastofnun.

Sterk alþjóðleg tenging - Listvinnzlan speglar þróun og fyrirmyndir á borð við Creative Growth (Bandaríkin) og ActionSpace (Bretland).

Listvinnzlan sem samfélag - öruggt, inngildandi rými sem vinnur gegn félagslegri einangrun og eflir sjálfstraust og tengsl

Sýningar og viðburðir:

Stór sýning í Hörpu á dagskrá Uppskeru

Artivisma-smiðja í Norræna húsinu

Viðburðir á Menningarnótt

Sýningar í Hafnarborg, Gallerí Fold, Alþingi og nýju húsnæði Listvinnzlunnar

Dagatal Þroskahjálpar


Samstarf og sýnileiki - Umfjöllun hjá RÚV, heimsóknir erlendra gesta, samstarf við Alþingi og Listahátíð í Reykjavík.

Listafólk í brennidepli - Fjöldi listamanna héldu sýningar, hlutu viðurkenningar og greidda þátttöku.

Viðurkenningar - Tilnefning til Hvatningarverðlauna og viðurkenning frá ÖBÍ fyrir brautryðjendastarf.

Árið endaði með glæsibrag - Fyrsta sýning í nýju húsnæði með um 30 listamanneskjum og um 200 gestum á opnun og heimsókn borgarstjóra.

Horft til framtíðar - Áhersla á áframhaldandi stuðning, vöxt og aukin tækifæri fyrir fatlað listafólk.

2026 - Listvinnzlan fer inn í nýtt ár full af þakklæti, eldmóði og sköpunarkrafti.

Ítarlegri annáll Listvinnzlunnar 2025

TAKK
Reynsla ársins 2025 sýnir með skýrum hætti hversu mikilvægur vettvangur Listvinnzlan er – bæði sem faglegt listasamfélag og sem félagslegt rými sem stuðlar að valdeflingu, þátttöku og bættum lífsgæðum. Til að þessi mikilvæga starfsemi geti haldið áfram að vaxa, dafna og ná til fleiri er brýnt að tryggja henni stöðugan og öflugan stuðning. Stuðningur við Listvinnzluna er fjárfesting í menningarlegu jafnrétti, félagslegri þátttöku og fjölbreyttara samfélagi þar sem öll tækifæri til að blómstra.

Við förum inn í nýtt ár, 2026, full af þakklæti, eldmóði og sköpunarkrafti.

Tilnefning til hvatningaverðlauna ÖBÍ 2025

Tilnefning til hvatningaverðlauna ÖBÍ 2025

Við þökkum ÖBÍ kærlega fyrir að sjá og meta þá vinnu og þá sýn sem liggur að baki Listvinnzlunni.

Við óskum Magnúsi Orra innilega til hamingju með verðskulduð verðlaun og þeim Sigurði og Hákoni með tilnefningar og þökkum kærlega fyrir þeirra góðu störf.

Það er okkur mikill heiður að hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2025 ,,fyrir brautryðjendastarf á sviði listsköpunar fatlaðs fólks og fjölgun atvinnutækifæra."

Listvinnzlan spratt af djúpri ást á listinni, trú á inngildandi listheimi og rétt allra að fá að nýta og njóta hæfileika sinna og skapa sér störf á sviði lista og menningar.

Við vitumíslenskt lista- og menningarlíf er enn ekki nægilega inngildandi. Margt fatlað listafólk fær ekki alltaf þau tækifæri sem það á skilyrðislausan rétt á. Listvinnzlan er hluti af breytingunni sem er að eiga sér stað, hreyfiafl sem opnar dyr, víkkar sviðið og stuðlaraðgengilegra, fjölbreyttara og réttlátara lista- og menningarlífi.

Markmið okkar eru skýr: að tryggja stöðugan, aðgengilegan og styrkjandi vettvang sem bætir lífsgæði, skapar tækifæri og styrkir stöðu fatlaðs listafólks á Íslandi og víðar.

Við þökkum ÖBÍ fyrir tilnefninguna, samstarfsaðilum fyrir stuðning og dásamlegu listafólki fyrir að skapa það lifandi samfélag sem Listvinnzlan er.

Þessi tilnefning gefur okkur kraft til að halda áfram og taka virkan þátt í að byggja upp réttlátara og fjölbreyttara menningarlíf á Íslandi.

Takk kærlega fyrir og til hamingju með alþjóðlegan baráttudag fatlaðs fólks.

#listvinnzlan

#hvatningarverðlaun

Við höldum opnunarpartý Listvinnzlunnar og opnum sýningu listfólks okkar 29.nóvember!

Miðborgin er komin í sparifötin og það er Listvinnzlan líka.

Hlökkum til að sjá ykkur í dag á OPNUN og LIST Í LISTVINNZLUNNI.

Laugardaginn 29.nóvember klukkan 17 - 19 (5-7) í Austurstræti 5, 3 hæð.

Inngangur bæði frá Austurstræti 5 og Hafnarstræti 4-6.

Hafnarstrætismegin er rampur og stór lyfta. Gott aðgengi, sjá upplýsingar hér: www.listvinnslan.is/adgengi

Róleg opnun frá 16 - 16:50 (þá verður engin tónlist og lítið áreiti).

- Við fluttum í Austurstrætið í maí, það er ekki seinna vænna að halda opnunar og innflutningsboð.

- Fjöldi listafólks hafa unnið að verkum sínum hjá Listvinnzlunni síðan í maí.

- Þau sýna verkin sín í Listvinnzlunni. Verkin eru mörg til sölu.

Verkin verða til sýnis og sölu fram í miðjan desember.

Við auglýsum opnunartíma í desember síðar.

- Öll eru velkomin að koma!

Listafólkið sem sýnir verk sín eru:

Elín Sigríður María Ólafsdóttir

Kolbeinn Jón Magnússon

Helga Matthildur Viðarsdóttir

Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Atli Már Indriðason

Gígja Garðarsdóttir

Þórir Gunnarsson

Benedikta Rostan

Kristján Rostan

Andrea Gavern

Fríða Adriana Martins

Ísak Óli Sævarsson

Ásdís Ásgeirsdóttir

Guðmundur Stefán Guðmundsson

Kári Hrafn Jóhannesson

Birkir Sigurðsson

Harpa Rut Elísdóttir

Elín Fanney Ólafsdóttir

Gunnar Már Pálsson

Óskar Theódórsson

E. Sóldís Þorsteinsdóttir

Lilja Dögg Birgisdóttir

Þorvaldur Arnar Guðmundsson

Erlingur Örn Skarphéðinsson

Haukur Björnsson

Listaháskóli Íslands , ÖBÍ réttindasamtök, HÍ, HA og Þroskahjálp - Landssamtökin Þroskahjálp og Borgarleikhúsið standa fyrir málþingi um aðgengi að listnámi.


Laugardaginn 1.nóvember. Klukkan 10 - 14.
Í Borgarleikhúsið - Aðgengi er gott
Öll velkomin - kostar ekki 🌟Listvinnzlan tekur þátt
Auðvitað á Listnám að vera líka fyrir fatlað fólk!
Það þarf að skrá sig!

  1. Nóvember

Skráning

Listvinnzlan í samstarfi við Alþingi Íslendinga.

Við uppsetningu listaverka á Alþingi.

Verk eftir listafólk Listvinnzlunnar prýða veggi á Alþingi næsta árið

Alþingi er opið almenningi laugardaginn 25. október á milli klukkan 11 og 16.

Táknmálstúlkuð leiðsögn klukkan 14:40

Skráning fer fram á www.althingi.is

Alþingi - skráning

Listamanneskjur

Elín Sigríður María Ólafsdóttir

Atli Már Indriðason

Þórir Gunnarsson

Helga Matthildur Viðarsdóttir

Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Gígja Garðarsdóttir

Kolbeinn Jón Magnússon

Sýningarstýra er Margrét M Norðdahl