Listmiðstöð
Listvinnzlan - Listmiðstöð er starfsvettvangur skapandi fólks.
Listvinnzlan vinnur að því að koma á fót listmiðstöð undir físísku þaki þar sem listafólk getur starfað daglega að listsköpun sinni og skapandi verkefnum.
Í Listvinnzlunni verður einstaklingsbundinn stuðningur við listafólk og hver listamanneskja hannar umgjörð um sitt starf.
Í listmiðstöðinni verður starfrækt gallerí og virkt samstarf við menningar og atvinnulíf.
Listvinnzlan - Listmiðstöð er í hjarta miðbæjarins að Austurstræti 5. Gengið er inn bæði frá Austurstræti og Hafnarstræti. Við erum á þriðju hæð í opnu, björtu rými.
Listvinnzlan - Listmiðstöð á sér fyrirmyndir víða um heim. Stofnandi Listvinnslunar hefur heimsótt miðstöðvar í Bandaríkjunum, Evrópu og á Norðurlöndunum.
Hér eru dæmi um miðstöðvar:
Creative Growth í Oakland í Kaliforníu
Barvolam í Tékklandi
Inuti í Svíþjóð

Vilt þú styrkja Liztvinnsluna?
Stofnun Listmiðstöðvar er brýnt verkefni, starfsemin er atvinnuskapandi og eykur inngildingu í lista-, menningar- og atvinnulífi.