Listmiðstöð
Listvinnzlan - Listmiðstöð
Starfsvettvangur skapandi fólks.
Hvað er Listvinnzlan?
Listvinnzlan er vaxandi listmiðstöð sem vinnur að því að skapa rými þar sem listafólk getur starfað daglega við listsköpun sína og skapandi verkefni.
Viðfangsefni og stuðningur:
Í Listvinnzlunni fær hvert listafólk einstaklingsbundinn stuðning.
Hver listamanneskja hannar umgjörð um sitt starf.
Í listmiðstöðinni er starfrækt gallerí og virkt samstarf við menningu og atvinnulíf.
Hvar er Listvinnzlan - Listmiðstöð?
Í hjarta miðbæjarins, að Austurstræti 5.
Gengið er inn bæði frá Austurstræti og Hafnarstræti.
Við erum á þriðju hæð í opnu, björtu rými.
Fyrirmyndir Listvinnslunnar:
Listvinnzlan hefur fengið innblástur frá listmiðstöðvum víða um heim.
Stofnandi Listvinnslunnar hefur heimsótt miðstöðvar í Bandaríkjunum, Evrópu og á Norðurlöndunum.
Dæmi um miðstöðvar sem hafa verið fyrirmyndir:
Creative Growth í Oakland, Kaliforníu.
Barvolam í Tékklandi.
Inuti í Svíþjóð.

Vilt þú styrkja Liztvinnsluna?
Stofnun Listmiðstöðvar er brýnt verkefni, starfsemin er atvinnuskapandi og eykur inngildingu í lista-, menningar- og atvinnulífi.