Hvar fer ég inn í Listvinnsluna?

2 inngangar eru inn í Listvinnzluna - frá Austurstræti 5 og Hafnarstræti 4

Inngangur frá Austurstræti:

Þröskuldur og eldri lyfta sem er í góðu ástandi. Við erum á 3. hæð

Inngangangur frá Hafnarstræti:

Rampur og nýleg lyfta með góðu aðgengi fyrir fólk í hjólastól. Hér sést í setustofuna okka á 3. hæð.

Við erum hér

Við erum á 3. hæð.

Þegar komið er úr lyftunni við innganginn frá Hafnarstræti er gengið til hægri inn ganginn.

Er komið er úr lyftunni við innganginn frá Austurstræti er hægt að fara inn aðra hvora hurðina, þar erum við.

Til hægri frá lyftunni, inn ganginn til vinstri er Listvinnzlan.

Frá Austurstræti: Inngangurinn blasir við frá lyftunni á 3. hæð.

Á hæðinnin hjá okkur

Gott aðgengi er að öllu rýminu, þar á meðal aðgengileg snyrting. Lýsingin er hlý, björt og stillanleg eftir þörfum. Við bjóðum upp á hæðarstillanleg vinnuborð og stóla, svo allir geti unnið á sínum forsendum. Rólegt og skynvænt rými til að styðja við vellíðan og einbeitingu.

Til vinstri frá lyftunni Hafnarstrætis megin er setustofan okkar.

Til hægri frá lyftunni, inn ganginn til vinstri er Listvinnzlan.

Tölvurýmið er til vinstri og meginrýmið er til hægri.

Meginrýmið: Þar sem vinnan og viðburðirnir eiga sér stað.

Skynvænt rými: hægt er að loka rýminu. Inngangur frá Austurstræti og Hafnarstræti.