Hjördís Árnadóttir

Listakona, jógakennari, markþjálfi og ráðgjafi

Hjördís Árnadóttir er listakona og skapandi frumkvöðull með fjölbreytta menntun og víðtæka reynslu á sviði myndlistar, heilunar, jógakennslu, markþjálfunar og garðyrkju. Hún starfar sjálfstætt við listsköpun, grafíska hönnun og stafræna miðlun og sinnir auk þess kennslu, ráðgjöf og félagslegum verkefnum.

Hjördís hefur tekið þátt í margvíslegum list- og menningarviðburðum, meðal annars í samspili tónlistar, danslistar og myndlistar. Meðal verkefna sem hún hefur komið að eru Heilsa þér Kjarval, Hjartað í fjallinu (í samstarfi við Pál frá Húsafelli), Völuspá í Listaháskóla Íslands og dansverkið Kyrrja.

Hún hefur unnið með fólki á öllum aldri í fjölbreyttum aðstæðum, meðal annars hjá Blindrafélaginu, Reykjavíkurborg og Aromatherapyskólanum, þar sem hún hefur nýtt samþætt sjónarhorn á heilsu, sköpun og tengsl.

Hjördís er með ACC-vottaða markþjálfunarmenntun frá Evolvia, jógakennararéttindi frá Andartaki, garðyrkjufræðimenntun frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Garðyrkjuskóla ríkisins, og hefur einnig stundað nám í grafískri hönnun, aromatherapíu, píanóleik, myndlist og rekstri.

Hún hefur gegnt stjórnunarstörfum innan opinberra og sjálfstæðra verkefna og hefur meðal annars setið í stjórn ICF Iceland, félags markþjálfa, og starfað sem deildarstjóri og garðyrkjufræðingur í borgarlandinu.

Hjördís er í dag ráðgjafi og samstarfsaðili hjá Listvinnslunni, þar sem hún vinnur að inngildandi nálgunum í listum, heilsu og samfélagsverkefnum.