Mannréttindastefna Listvinnzlunnar
Listvinnzlan vinnur fyrir og með fötluðu fólki. Við byggjum starfsemina á mannréttindum, virðingu og jafnræði. Við tryggjum að allir notendur hafi tækifæri til að nýta hæfileika sína, taka þátt í listum og menningu ásamt að móta eigin feril og starf innan Listvinnzlunar. Starfsemin er inngildandi og aðgengileg öllum. Við erum með einstaklingsbundnum stuðningi sem eflir sjálfstæði, valdeflingu og félagslega þátttöku.
Við leggjum áherslu á jafnrétti og virka þátttöku allra, óháð fötlun, kyni, kynhneigð, taugamargbreytileika, uppruna, fjárhagslegri stöðu eða öðrum þáttum sem hafa áhrif á stöðu fólks í samfélaginu. Við fjarlægjum hindranir, berum virðingu fyrir fjölbreytileika og fögnum honum.
Listvinnzlan stuðlar að þróun og þroska hæfilleika, nýtingu styrkleika, sýnileika, þátttöku í menningarstarfi og auknum lífsgæðum notenda. Starfsemin byggir á samstarfi við notendur, hagsmunasamtök og samfélagið, tryggir áhrif notenda á starfsemi og skapar raunveruleg tækifæri.