Helga Matthildur Viðarsdóttir
Myndlistarkona
Helga Matthildur er fædd í Reykjavík árið 1971 og er búsett þar. Hún starfar að listsköpun sinni í Listvinnzlunni.Áður vann hún að listsköpun sinni hjá Styrktarfélaginu Ás og í Fjölmennt.
Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og verk hennar hafa verið sýnd víða. Fyrsta einkasýning hennar var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar í október 2020, á vegum Listar án landamæra. Þar sýndi hún alls 77 teikningar og málverk, unnin á árunum 2019 og 2020.
Helga vinnur beint á pappír eða striga, án þess að gera undirbúningsskissur. Teiknistíll hennar einkennist af festu og orku og hún byggir verk sín í mörgum lögum.
Árið 2020 var Helga Matthildur útnefnd listamanneskja hátíðarinnar List án landamæra.